Skilmálar ellisnorra.is

Velkomin í vefverslunina ellisnorra.is sem er í eigu og rekstri Ella Snorra ehf.
Kt. 580719-0820. Hér eftir verður notast við; „við“, „okkur“ og „okkar“ þegar átt er við Ella Snorra ehf.
Vinsamlegast lestu skilmálana vandlega áður en þú verslar í vefverslun okkar. Með því að nota vefverslun ellisnorra.is samþykkir þú þessa skilmála.

 

1. PERSÓNUUPPLÝSINGAR

Við virðum friðhelgi þína og meðhöndlum persónuupplýsingar í samræmi við lög nr. 77/200 um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga. Þegar verslað er í vefverslun þarf að gefa upp nafn, kennitölu, heimilisfang og netfang. Þessar upplýsingar eru eingöngu nýttar til að ganga frá pöntun, en kaupsaga er vistuð áfram á öruggu svæði sem er læst. Athugið að kortanúmer eru aldrei geymd á vefsvæðum okkar og einungis er hægt að sjá tegund greiðslu, ef fletta þarf upp pöntun. Við deilum aldrei persónuupplýsingum með þriðja aðila.

 

2. VÖRUÁBYRGÐ

Söluaðilar bera ábyrgð á gæðum þeirra vara og þjónustu sem þeir selja í gegnum ellisnorra.is

Tveggja ára ábyrgð er á framleiðslugalla raftækja. Ábyrgð á galla er ávallt í höndum söluaðila viðkomandi vöru. Ábyrgð á rafhlöðum er 6 mánuðir.

Ábyrgð á raftækjum sem seld eru til fyrirtækja er 1 ár.

 

3. NÁKVÆMNI UPPLÝSINGA

Við kappkostum að hafa réttar lýsingar og vörumyndir í vefverslun okkar. Upp geta komið tilvik þar sem um minniháttar litamun eða umbúðamun getur verið að ræða. Að öðru leyti eru upplýsingar birtar með fyrirvara um innsláttarvillur eða minniháttar uppfærslutafir.

 

4. VERÐ

Uppgefið verð í vefverslun okkar er í íslenskum krónum. Athugið að verðbreytingar eru ekki auglýstar fyrirfram. Virðisaukaskattur er innifalinn í verði. Afhendingarleið er valin í lok pöntunar sem getur leitt til aukins sendingarkostnaðs.

 

5. FERILL PANTANA

Þegar þú hefur lokið við að panta í vefverslun færðu tölvupóst með pöntunarnúmeri og kvittun fyrir vörukaupum.
Sumar vörur eru ekki lagervara hjá okkur heldur sérpantaðar frá byrgja og í þeim tilvikum er afhendingartíminn lengri. Við munum láta viðskiptavininn vita, afgreiðslutími gæti orðið 1-2 vikur.
Kvittun fyrir vörukaupum jafngildir ekki afgreiðslu, við áskiljum okkur rétt til að bakfæra pöntun ef grunur um einhvers konar misferli vaknar. Þegar vara er farin í póst berst þér staðfesting þess eðlis. Ekki er boðið upp á rekjanlegar sendingar. Pantanir eru afgreiddar alla virka daga en póstsending getur tekið 1-4 daga eða það sem sendingaraðili gefur upp.

 

6. GREIÐSLULEIÐIR

Í vefverslun ellisnorra.is er hægt að greiða með korti eða banka millifærslu.

 

7. GREIÐSLUVANDAMÁL

Ef vandamál vegna greiðslu koma upp eftirá (t.d. vákort) áskiljum við okkur rétt til að hafna greiðslunni og hætta við pöntunina.

 

8. ÖRYGGI VEFSVÆÐIS

Við setjum öryggi viðskiptavina okkar á oddinn. Við notum bestu tækni sem völ er á til að tryggja að allar greiðslur séu öruggar. Undir lok pöntunarinnar flytur síðan þig yfir á https-svæði þar sem þú setur inn kortaupplýsingar.
Hins vegar geta gamlir vafrar verið öryggisógn og því mælum við alltaf með að notendur séu með nýjustu útgáfu af þeim vafra sem þeir kjósa að nota.
Við vistum engar kortaupplýsingar á vefþjónum okkar eða vefsvæðum.

 

9. SENDINGAR

Við gerum okkar besta til að tryggja þér bestu og skjótvirkustu sendingarleiðir sem völ er á en sendingartíminn veltur þó alltaf á staðsetningu viðtakanda. Einungis er sent innan Íslands og eru allar sendingar ellisnorra.is eru sendar með Póstinum eða Dropp.

 

10. BREYTINGAR Á PÖNTUN

Við mælum með því að þú yfirfarir pöntunina vel áður en þú lýkur við hana. Ef þú þarft að breyta pöntun eftirá getur hlotist af því viðbótarkostnaður. Vinsamlegast vísið í pöntunarnúmer ef breyta þarf pöntun og sendið allar fyrirspurnir á ellisnorra@ellisnorra.is.

 

11. SKILAFRESTUR OG ENDURGREIÐSLURÉTTUR

Eftir að þú hefur keypt hjá okkur vöru hefur þú 14 daga til að skila henni í verslun okkar að Leirá, 301 Akranes að því tilskildu að varan hafi ekki verið notuð, henni sé skilað í góðu lagi í upprunalegum umbúðum og að greiðslukvittun fylgi með.
Endurgreiðsla nær ekki til flutningskostnaðar sem fellur til við afhendingu eða vöruskil. Vinsamlegast sendið tölvupóst á ellisnorra@ellisnorra.is fyrir spurningar varðandi skilavöru.

 

12. GÖLLUÐ VARA

Sé vara gölluð er viðskiptavinum boðin ný vara í staðinn og greiðir Elli Snorra ehf allan kostnað sem gæti komið upp við sendingu. Vinsamlegast sendið tölvupóst á ellisnorra@ellisnorra.is varðandi gallaða vöru.

Endursendingar á vörum þurfa að berast á þetta heimilisfang: Elli Snorra ehf, Leirá, 301 Akranes

 

13. HÖFUNDARÉTTUR

Allt efni í vefverslun, þ.m.t. vörumerki, myndir, texti, ljósmyndir, grafík, hljóð og mynd, er í eigu Elli Snorra ehf. og er höfundarvarið.
Ekki er heimilt að nota, afrita eða selja efni af síðunni án skriflegs samþykkis okkar.

 

14. ÁBYRGÐ OG SKULDBINDING

Vefverslun þessi er opin öllum en við erum ekki ábyrg fyrir rangri notkun síðunnar né erum við skuldbundin til að eiga alltaf allar vörutegundir til á lager. Við bjóðum upp á endurgreiðslu vara innan 14 daga frá kaupum ef viðkomandi er óánægður með vöruna, en greiðum ekki sendingarkostnað ef vörur eru sendar til baka. Athugið að taka þarf fram hvað það var sem að óánægja var með og pöntunarnúmer skal sent á netfangið ellisnorra@ellisnorra.is

 

15. AÐSETUR

Aðsetur vefverslunar Ella Snorra ehf er á Leirá í Hvalfjarðarsveit, 301 Akranes. Sjá nánar á Google maps > Elli Snorra ehf

 

Shopping Cart