Búist er við flóði í Hvítá á næstunni. Sjá frétt á vef Veðurstofunnar.
Fyrir áhugafólk er ég með ýmsar myndir tengdar Hvítá, Svartá og Geitlandi opið öllum til skoðunar á Facebook síðu minni.
Hér er myndræn vöktun. Myndirnar eiga að uppfærast á 60 sec fresti.

Til fjölmiðla. Vinsamlegast fáið leyfi fyrir hverri myndbirtingu. Leyfið er auðsótt og í boði eru allar myndir sem ég á af þessu. Þær sem finna má á síðu Veðurstofunnar eru í minnkuðum gæðum en auðsótt er að fá þær í fullri upplausn hjá mér. Best er að senda mér tölvupóst en einnig er hægt að hringja í mig í síma 866-6443.

Yfirlit veðurstöðva í Borgarfirði

Sölusíða veðurstöðva


Fyrsta vélin er staðset ofan við brú, sunnan við á og horfir til norðvesturs á Hvítá og Hvítárbrú ofan við Húsafell.
Myndin er í 3840x2160p upplausn.
Veðurstofan safnar myndum frá mér á 10 mín fresi og hér er hægt að sjá timelapse. Mínar vélar eru aðeins neðan við miðju.
webcam


Önnur vélin er staðsett á Hvítárbrú ofan við Húsafell og horfir austur upp Hvítá.
Til vinstri er Strútur, næst til hægri er Eiríksjökull og hægra megin við miðju er Hafrafell/Hafursfell en þar á bakvið er lónið sem von er á hlaupi úr.
Myndin er í 2560x1920p upplausn.
Veðurstofan safnar myndum frá mér á 10 mín fresi og hér er hægt að sjá timelapse. Mínar vélar eru aðeins neðan við miðju.
webcam


Þriðja myndin er tekin frá hæðunum austan við Lambá, í 261m hæð yfir sjávarmáli. Horft örfáar gráður vestan við há-norður yfir aura þar sem Svartá kemur saman við Geitá.
Myndin er í 3840x2160p upplausn.
Veðurstofan safnar myndum frá mér á 10 mín fresi og hér er hægt að sjá timelapse. Mínar vélar eru aðeins neðan við miðju.
webcam


Fjórða myndin er líka tekin frá hæðunum austan við Lambá. 4x optical zoom niður á aurana á ármótum Svartár og Geitár.
Myndin er í 3840x2160p upplausn.
webcamHér eru upplýsingar úr veðurstöð sem staðsett er í hæðunum austan við Lambá, í 261m hæð yfir sjávarmáli.
Ekki láta blekkjast þó þarna standi Deildartunguhver, það er einhver böggur í kortinu sem þessir Ameríkanar hjá AmbientWeather notast við.

Teljari 71029